5D áætlanagerð við uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna

4. febrúar 2021

Framkvæmdasvið NLSH hefur tekið í notkun nýtt verklag við stjórnun verkefna og áætlanagerð á uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna. Um er að ræða risastórt framfaraskref við stjórnun framkvæmda hér á landi.

“Við ákváðum strax í upphafi að lyfta stjórnun og eftirfylgni framkvæmdanna á allt annað stig en hingað til hefur þekkst í framkvæmdum á Íslandi. Við vorum með skýra mynd af því hvernig við vildum tengja þrívíða BIM upplýsingalíkanið við tilboðsverð verktakans og tengja það tímaáætluninni og hvernig við vildum nýta þetta líkan til að fylgjast með raunframvindu verksins á verkstað. Vandamálið var að tæknilega lausnin virtist ekki vera til. Þegar við vorum komin vel á veg með að skilgreina okkar eigin hugbúnaðarlausn leituðum við til dansks fyrirtækis, Exigo. Nálgun þeirra á fimmvíða áætlanagerð leysti allar okkar þarfir og langt umfram það. Það má segja að þau skref sem við höfum stigið í framkvæmdaáætlunargerð og framkvæmdastjórnun með EXIGO og Eykt í uppsteypuverki meðferðakjarnans séu risa framfaraskref í þessum fræðum,” segir Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá NLSH