Aðalfundur Nýs Landspítala – breytingar á stjórn félagsins

3. maí 2021

Aðalfundur Nýs Landspítala ohf, haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2021, kl 12:00 í fundarsal félagsins að Skúlagötu 21, Reykjavík.

Skýrsla stjórnar
Á aðalfundi Nýs Landspítala 29.apríl var lögð fram skýrsla stjórnar um störf félagsins á árinu 2020 og eftir kynninguna voru umræður um hana.

Ársreikningur 2020
Lagðir voru fram ársreikningar fyrir árið 2019, áritaðir af stjórn dags. 09.04.21 og endurskoðaðir og áritaðir af Ríkisendurskoðun dags. 09.04.21.

Jafnframt var greint frá að endurskoðunarskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2020 liggi fyrir. Eftir umræður voru ársreikningar samþykktir samhljóða.

Kosning til stjórnar

Tillaga um aðalmenn í stjórn: Dagný Brynjólfsdóttir, Finnur Árnason og Sigurður H. Helgason. Tillaga um varamenn: Guðmann Ólafsson, Steinunn Sigvaldadóttir og Guðrún Birna Finnsdóttir.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var strax að loknum aðalfundarstörfum, var Finnur Árnason kosinn stjórnarformaður.

Fulltrúi hluthafa á aðalfundinum, Steinunn Sigvaldadóttir þakkaði fyrir góðan og vel skipulagðan fund og einnig stjórn og starfsmönnun félagsins fyrir góð störf á árinu og

óskaði félaginu heilla um leið og skilað var góðri kveðju frá fjármála- og efnhagsráðherra.

Erling Ásgeirssyni, fráfarandi stjórnarformanni á síðastliðnum fimm árum, voru þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Á mynd: Finnur Árnason, Dagný Brynjólfsdóttir og Sigurður H. Helgason í stjórn NLSH ohf.