Aðalfundur Nýs Landspítala ohf. 2022

29. apríl 2022

Aðalfundur Nýs Landspítala ohf, var haldinn föstudaginn 29. apríl 2022 í fundarsal félagsins á Alaskareit við Hringbraut.

Á aðalfundinum var lögð fram skýrsla stjórnar um störf félagsins á árinu 2021 og eftir kynninguna voru umræður um hana. Lagðir voru fram ársreikningar fyrir árið 2021, áritaðir af stjórn 18.mars 2022 og endurskoðaðir og áritaðir af Ríkisendurskoðun sama dag.

Í stjórn voru kjörin þau Dagný Brynjólfsdóttir, Finnur Árnason og Sigurður H. Helgason. Varamenn voru kosin Guðmann Ólafsson, Steinunn Sigvaldadóttir og Guðrún Birna Finnsdóttir.

Fulltrúi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á aðalfundinum, Steinunn Sigvaldadóttir, þakkaði framkvæmdastjóra fyrir greinargóða yfirferð á starfi Nýs Landspítala á árinu 2021 og fyrir góðan og vel skipulagðan fund, stjórn og starfsmönnun félagsins fyrir góð störf á árinu og óskaði félaginu heilla um leið og skilað var góðri kveðju frá fjármála- og efnhagsráðherra.

Á mynd: Finnur Árnason, Dagný Brynjólfsdóttir og Sigurður H. Helgason í stjórn Nýs Landspítala ohf.