Fréttir


Aðventumálstofa NLSH 2024

6. desember 2024

Þann 5.desember var haldin hin árlega aðventumálstofa NLSH á Grand hóteli. Málstofan, sem haldin hefur verið árlega á síðustu árum, er hugsuð sem vettvangur fyrir hagaðila um framgang verkefna félagsins.

Í upphafi fór framkvæmdastjóri NLSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, yfir helstu verkefni félagsins í opnunarávarpi en dagskrá málstofunnar fjallaði að þessu sinni um hönnunar og framkvæmdaatriði og einnig um upplýsingatækni:

Dagskráin var eftirfarandi:

  • Nýr Landspítali staða dagsins. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH
  • Framkvæmdaverkefni NLSH. Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs NLSH
  • Spítalar og upplýsingalíkön, í nútíð og framtíð. Auður Ástráðsdóttir Bim stjóri NLSH
  • Hönnun á nýbyggingu HVS, HÍ og endurgerð Læknagarðs. Jón Ólafur Ólafsson arkitekt TBL og Verkís hönnunarhópsins
  • Ut verkefni í nýjum byggingum, stefnumörkum og áætlanir. Hannes Þór Bjarnason verkefnastjóri NLSH

Lokaorð flutti svo Finnur Árnason, stjórnarformaður NLSH ohf.

Að lokinni dagskrá var lifandi og skemmtilegt uppistand þar sem Jakob Birgisson fór á kostum við góðar undirtektir.