Aðventumálstofa Nýs Landspítala á Fosshóteli

7. desember 2022

Í dag var haldin hin árlega aðventumálstofa Nýs Landspítala NLSH á Fosshóteli. NLSH hefur staðið reglulega fyrir málstofum, fyrir hagaðila, um framgang verkefna félagsins. 

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, fór yfir stöðu dagsins og starfsmenn félagsins yfir einstaka verkefni en auk þess fluttu erindi Ola Johnsborg frá Nosyko um tækjaverkefni, Böðvar Tómasson frá Örugg verkfræðistofa um rýni brunahönnunar og Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala, flutti lokaorð.

Málstofustjóri var Hanna María Hjálmtýsdóttir hjá NLSH.

Að dagskrá lokinni var tónlistarflutningur Unu Torfadóttur en hún söng inn jólin með fallegum lögum.