Afhending sjúkrahótelsins

1. febrúar 2019 Sjúkrahótel

Framkvæmdum við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut er lokið og í dag fór fram afhending hússins.

Sjúkrahótelið er fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, sem er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins, rannsóknahús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH: “Við sem stöndum að Hringbrautarverkefninu erum hreykinn á þessum degi nú þegar við sjáum fyrir endann á byggingu þessa glæsilega húss.

Ég er þess fullviss að sjúkrahótelið mun gerbreyta aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Annar áfangi Hringbrautarverkefnisins er hafinn en það eru jarðvinnuframkvæmdir við byggingu nýs meðferðarkjarna.

Áætlanir okkar eru þær að byggingu spítalans verði lokið 2024 í samræmi við fjármálaáætlun Alþingis 2019-2023“. 

 Aðalhönnuður sjúkrahótelsins er KOAN-hópurinn en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spitalhópnum. Húsið er prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistarmanni.

Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 að fjölbreyttri gerð og á hótelinu og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur.

Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.