Allir fimm umsækjendur stóðust kröfur forvals í forvali nr. 21250 Bílastæða- og tæknihús við nýjan Landspítala

22. október 2020

Forvalsnefnd hefur lokið yfirferð gagna sem bárust inn þann 6. október 2020 vegna forvals nr. 21250, Bílastæða- og tæknihús.

Engin takmörkun var á fjölda bjóðenda. Fimm þátttakendur skiluðu inn umsóknum.

• Eykt ehf. o.fl.

• Íslenskir aðalverktakar hf. o.fl.

• Ístak hf. o.fl.

• Rizzani De Eccher S.P.A. o.fl.

• ÞG verktakar ehf. o.fl.

Í forvalsskilmálum segir i kafla „0.1.4 Útboðsferill „að í kjölfar forvalsins verði haldið „lokað alútboð í samræmi við 35. gr. laga nr. 120/2016 þar sem fimm bjóðendur verða valdir úr hópi umsækjenda. Ef ekki er verður hendi nægjanlegur fjöldi þátttakenda sem fullnægir skilyrðum þessa forvals um hæfi, eða ekki verður fyrir hendi nægjanlegur fjöldi þátttakenda sem fullnægir kröfum um getu, verður innkaupaferlinu haldið áfram í samræmi við 78. gr. laganna með því að gefa þeim sem fullnægðu þessum kröfum kost á að taka þátt í ferlinu“.

Forvalsnefnd skipuðu eftirtaldir aðilar:

• Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri hönnunarsviðs NLSH, formaður

• Erlendur Árni Hjálmarsson, verkefnastjóri NLSH

• Ingólfur Þórisson, verkefnastjóri NLSH

• Steinar Þór Bachmann, verkefnastjóri NLSH

Ráðgjafi forvalsnefndar var Ingi Jóhannes Erlingsson, sviðsstjóri fjármálasviðs NLSH.

Gerðar voru lágmarkskröfur um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi. Allar umsóknir hafa verið yfirfarnar. Niðurstaða forvalsnefndar er að allir fimm umsækjendurnir hafi staðist kröfur forvals nr. 21250.

Ríkiskaup mun tilkynna þátttakendum niðurstöðuna. Gildistími forvals er sex mánuðir eða til 21. apríl 2021.