• New national hospital

Ályktun um nýjan Landspítala

16. október 2013

Í undirbúningi er þingályktunartillaga um að lokið verði undirbúningi að byggingu nýs Landspítala og hafist handa við bygginu í beinu framhaldi. Tillagan kemur frá þingmönnum úr þremur stjórnmálaflokkum.

Fréttina má sjá hér:

Rás 1 og 2 hádegisfréttir

Ályktun um nýjan Landspítala

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bjartri framtíð eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillögu um að lokið verði undirbúningi að byggingu nýs Landspítala eins fljótt og unnt er.

Hafist verði handa við byggingu spítalans í beinu framhaldi af því. Þingmennirnir vilja að efnt verði til þjóðarátaks um framkvæmdina. Þingmennirnir þrír eru Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, Kristján Möller, Samfylkingu og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Auk þeirra eru sjö þingmenn Samfylkingar meðflutningsmenn að tillögunni sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Fram kemur í tillögunni að gert sé ráð fyrir því að Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fá heimild til að taka lán fyrir byggingakostnaði. Þrjár fjármögnunarleiðir eru nefndar, framlög úr ríkissjóði, lántaka eða sérstök tekjuöflun, til dæmis með því að tiltekinn hluti andvirðis af framtíðarsölu ríkiseigna renni til byggingarinnar. Brynjar Níelsson segir að bygging nýs Landspítala sé bráðnauðsynleg þótt ríkisstjórnin hafi ákveðið að slá framkvæmdinni á frest í fjárlagafrumvarpinu.

Brynjar Níelsson, alþingismaður:

Ríkisstjórn sem er að berjast við að halda hallalausum fjárlögum er kannski ekkert voðalega líkleg til þess að fara í svona verkefni, en mat margra er bara einfaldlega það og mitt líka að það verði einfaldlega bara ekki hjá þessu komist.

Kristján Möller segir ljóst að ekki séu til peningar í ríkissjóði til að fjármagna framkvæmdina.

Kristján Möller, alþingismaður:

Þess vegna segjum við að það þurfi að fara fjármögnunarleið þar sem að tekin yrðu lán til að byggja spítalann hratt og örugglega á fimm árum og endurgreiða það svo bara með bættum hag úr rekstri. Þar sem hið norska fyrirtæki hefur sagt að allt að þrír milljarðar muni sparast við að fara á einn og sama staðinn og það mun svo verða notað til að greiða af láninu næstu 25, 35 eða 40 árin, eða hvað það þarf.