Fréttir


Áttundi byggingakraninn reistur

24. janúar 2022

Það er ákveðið viðmið að sjá fjölda byggingakrana til marks um gang verka og umfang og núna er búið að reisa áttunda byggingakranann á grunni nýs meðferðarkjarna. Þeir fjórir stærstu eru mannaðir og munu standa út framkvæmdatímann en aðrir eru fjarstýrðir og munu færast til eftir því sem við á. Þeir sem stjórna mönnuðu krönunum þurfa að fara langa leið upp með stiga en stjórnhúsin eru þægileg og útsýnið tilkomumikið.

Ljóst er að það mun fjölga í kranafjölskyldunni þegar uppbygging rannsóknahússins hefst og stækkun á Læknagarði en viðbygging við það hús mun koma að norðanverðu og teygja sig í austurátt.