Aukið öryggi á bílastæðum á suðursvæði

25. apríl 2022

Nýr Landspítali leggur mikla áherslu, í samstarfi við LSH, á umferðaröryggi gangandi hjólandi og akandi vegfarenda.

Gerðar hafa verið aðgerðir til að bæta öryggi á suðursvæði Landspítalalóðar við Hringbraut. Nýlega var bætt við öryggisgirðingum til að aðskilja bílastæði frá annarri umferð.

Þá hefur verið komið fyrir fleiri umferðarskiltum og speglum til að leiðbeina vegfarendum.

Nýr Landspítali vill ítreka að umferðarhraði ökutækja er takmarkaður við 30 km/klst.

Nýr Landspítali setur öryggið á oddinn alla daga.