Bílastæði norðan við Eirberg

11. febrúar 2020

Norðan við Eirberg og geðdeildarhús hafa verið tekin í notkun ný bílastæði.

Vinnu við hellulagnir er lokið meðfram norður og vesturvegg geðdeildarhúss en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að ljúka við gerð hellulagðra eyja sem mynda munu gönguleið þar sem keyrt er inn á stæðin.

Gönguleiðin hefur því til bráðabirgða verið mörkuð með keilum.
Gjaldskylda er hafin á stæðunum sem eru ætluð fyrir sjúklinga og aðstandendur.