BREEAM vottun á meginbyggingarnar

10. febrúar 2022

Skammstöfunin merkir Building Research Establishment Environmental Assessment Method og kom fram árið 1990 og hefur lengsta sögu á bakvið aðferð við að meta, mæla og votta sjálfbærni bygginga. Núna er búið að votta samkvæmt BREEAM um 550.000 byggingar um allan heim og aðrar tvær milljónir eru í vottunarferli.

BREEAM umhverfisvottun er alþjóðlegt vottunarkerfi sem nær til umhverfis- öryggis- og vinnuverndar, umhverfisstjórnun á verkstað, úrgangsstjórnunar og til þátta er varða landnotkun og vistfræði og NLSH hefur þegar afhent fullklárað sjúkrahótel með BREEAM vottun.

Skraddarasniðinn hugbúnaður er tiltækur svo allt ferlið og skjalamál séu aðlöguð að vinnuaðferðum BREEAM og NLSH er að vinna að slíkum leiðum.