Byggingu rannsóknahússins miðar vel áfram
Vinna við rannsóknahús gengur vel. Helstu verkþættir í uppsteypuverkinu eru fyllingar að undirstöðum og undir botnplötu, mótauppsláttur og járnun á kjallaraveggjum og botnplötu kjallara. Í ágústmánuði var verktakinn að vinna við seinustu undirstöður, steypa plötur og veggi í kjallara ásamt því að vinna við fyllingar, einangrun og tjörgun kjallara. Einnig er vinna við lagnir í jörðu að hefjast. Rannsóknahúsið er flókið hús, þar sem grunnmynd hússins er óregluleg ásamt því að í hönnuninni þarf að taka tillit til þeirrar viðkvæmu starfsemi sem verður í húsinu. Myndin sýnir stöðu framkvæmdarinnar þann 12 september síðastliðinn. Vinstra megin má sjá bílastæða- og tæknihúsið. Á þessu myndskeiði má sjá húsin þann sama dag. Sjá myndskeið.