Ekki hægt að snúa við í miðri á

25. október 2015

Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítala, segir í nýlegu viðtali við Stöð 2 að hvetji yfirvöld til að hvika hvergi við fyrri áform sín um að reisa nýjan Landspítala við Hringbraut.


„það er sambærilegt því að snúa við í miðri á ef finna á nýja staðsetningu fyrir spítalann“, segir Tómas. Hann segir ennfremur:
„Ef þú ætlar að byggja upp sjúkrahús sem er af hæstu gæðum, þá verðurðu að hafa svona þekkingarklasa. Ef að við ætlum að svona að bera okkur saman við það besta, þá verðum við auðvitað að gera það eins þannig að það er ekki hægt að hafa lækna á hjúkrunardeild hér og heilbrigðisverkfræði og hafa svo spítala á Vífilsstöðum og það er annað sem gleymist í þessari umræðu líka, hvað eigum við að gera við þetta vel heppnaða barnasjúkrahús sem við erum með hér? Eigum við að leggja það niður og byggja annars staðar? Það eru svona hlutir sem að hafa gleymst í umræðunni“, segir Tómas.


Einnig kemur fram í viðtalinu við Tómas að hann er ekki viss um að m.a. forsætisráðherra og margir af hans kollegum hafi fengið réttar upplýsingar um málið.


Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um málið