Erfiðara að kljást við farsóttir

28. janúar 2013

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, segir meðal annars í viðtali við fréttavefinn mbl.is að mikið af húsnæði Landspítala ekki byggt fyrir þá starfsemi sem fari þar fram í dag, þar vanti bæði einbýli og salerni. Sá skortur leiði til þess að erfiðara sé að kljást við farsóttir.

Yfirlit

Mikið er að gera á Landspítalanum þessa dagana vegna farsótta. Um helgina fjölgaði sjúklingum í einangrun og voru þeir orðnir 38 í gær. Sigríður segir að starfsfólk spítalans muni vera á tánum næstu vikurnar. Í fréttinni kemur fram að tilfellum inflúensu fjölgi ekki eins hratt og áður og er búist við því að hún nálgist hámark. 

Frétt mbl.is