Erlend þekking við hönnun meðferðarkjarna í uppbyggingunni við Hringbraut

19. maí 2016

Fulltrúar frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Buro Happold héldu erindi í dag m.a. um hönnun og skipulag við sjúkrahúsbyggingar en fyrirtækið hefur unnið að slíkum verkefnum víða um heim.

Kynningin var haldin að tilstuðlan Corpus sem vinnur að hönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala og var ætluð fyrir fulltrúa Nýs Landspítala ásamt LSH, Framkvæmdasýslu ríkisins og aðila sem koma að hönnun og skipulagi nýs Landspítala.

Buro Happold, er eitt af þeim fyrirtækjum sem skipa alþjóðlega þekkingarsveit Corpus, sem annast hönnun meðferðarkjarnans við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu.