• New national hospital

Fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra

2. nóvember 2014

Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans segir að nauðsynlegt sé að ráðast í byggingu nýs Landspítala og fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra um að framkvæmdir hefjist á þessu kjörtímabili.

Páll segir: „: Já, ég hlýt að fagna því. Þetta er í anda þess sem að bæði heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafa reyndar sagt áður. En það er gott að þarna er kveðið enn skýrar að og við hljótum að fagna því.“

Fréttina má sjá hér:

Rás 1 og 2 Hádegisfréttir 12:20

Fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra

Forstjóri Landspítalans segir að það verði ekki hjá því komist að ráðast í byggingu nýs Landspítala á þessu kjörtímabili. Hann fagnar því yfirlýsingu fjármálaráðherra um að framkvæmdir hefjist innan þrjátíu mánaða. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær, að framkvæmdir við nýjan Landspítala hefjist á þessu kjörtímabili. Það þýðir í raun að bygging nýs Landspítala, hefst á næstu þrjátíu mánuðum. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans:

„Já, ég hlýt að fagna því. Þetta er í anda þess sem að bæði heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafa reyndar sagt áður. En það er gott að þarna er kveðið enn skýrar að og við hljótum að fagna því“.

Jóhann Hlíðar Harðarson: Og þú trúir því að af þessu verði?

Páll Matthíasson: „Já, ég held að það sé nokkuð ljóst að við höfum ekki um annað að velja og allir eru nú farnir að átta sig á því. Þannig að ég trúi því já.“