Fimm hópar valdir til að taka þátt í útboði vegna hönnunar á nýbyggingu við Grensásdeild

25. október 2021

Eftirtöldum fimm hópum hefur verið boðin þátttaka í lokuðu útboði vegna hönnunar á nýbyggingu við Grensásdeild Landspítala.

Áður höfðu átta hópar sent inn þátttökutilkynningar um áhuga á forvalinu. Hóparnir eru:

 

  • Lota
    Teknik verkfræðistofa
    Teiknistofan Tröð
    Kanon arkitektar
    Hljóðvist
  • Mannvit
    Arkís
  • Arkþing Nordic
    Nordic
    EFLA verkfræðistofa
  • THG arkitektar
    VSÓ ráðgjöf
    Trivium ráðgjöf
    Lota
  • Úti og inni arkitektar
    SNA arkitektar
    Landmótun
    Víðsjá verkfræðistofa
    TKM verkfræði- og hönnunarhús
    Örugg verkfræðistofa
    Strendingur verkfræðistofa
    Myrra hönnunarstofa

Þátttakendurnir Lota, THG og Arkþing Nordic fengu fullt hús stiga (100 stig af 100 mögulegum) í samræmi við matskerfi sem lýst var í forvalsgögnum. Allir aðrir þátttakendur, fimm hópar, fengu 96 stig og því var hlutkesti látið ráða um síðustu tvö sætin í forvalinu þar sem þátttakendurnir Mannvit og Úti-inni voru dregnir út.

Fulltrúi sýslumanns sá um útdráttinn.

Ný viðbygging endurhæfingarhúsnæðis Grensásdeildar Landspítala verður um 3.800 fermetrar að stærð og mun rísa að vestanverðu við núverandi aðalbyggingu.