• New national hospital

Fjármálaráðherra leggur til stofnun fullveldissjóðs

6. maí 2015

Í Morgunblaðinu 6.5 er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að hann telji tímabært að stofnaður verði sérstakur orkuauðlindasjóður sem í myndi renna arður af nýtingu orkuauðlinda.  Einnig kom fram í máli ráðherra að slíkur sjóður yrði notaður við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við byggingu Landspítala.

Brot úr grein má sjá hér:

Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í ræðu sem hann flutti á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær í tengslum við 50 ára afmæli fyrirtækisins. Lagði hann þar til stofnun fullveldissjóðs sem hugsaður væri sem varasjóður íslensku þjóðarinnar „sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu“. Ráðherra ítrekaði á sama tíma að uppbygging sjóðs af þessu tagi væri þolinmæðisverk en að miðað við fyrirliggjandi áætlanir gæti arður af rekstri Landsvirkjunar numið á bilinu 10-20 milljörðum árlega og hann myndi renna í sjóðinn. Á sama tíma væri mjög mikilvægt að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk sjóðsins ætti að vera en til greina kæmi að hann yrði í fyrstu hugsaður sem gegnumstreymissjóður sem nýttur yrði til að „greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu“.