Fjármögnun tryggð vegna uppbyggingar við Hringbraut

25. apríl 2016

Kristjáns Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði á ársfundi Landspítalans, sem haldinn var í dag, að tryggt væri fjármagn til byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í nýrri fimm ára fjármálaáætlun ríkisins.

„Þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag,“ segir Kristján.

„Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu líkur 2018.“

Frétt um málið má nálgast hér