Forathugun á vörumóttöku og flokkunarstöð á Hringbrautarlóðinni

22. apríl 2021

Nú er að hefjast vinna við forathugun á vörumóttöku og flokkunarstöð úrgangs á Hringbrautarlóðinni. Vörur eru fluttar í flutningsgrindum til Landspítala á Hringbraut frá birgðastöðinni og þvottahúsinu sem eru staðsettar á Tunguhálsi.

Flokkunarstöðin er fyrir sorp og óhreint lín frá spítalanum. Sorpið er flutt til endurvinnslu eða förgunar en óhreina línið er flutt í þvottahús spítalans á Tunguhálsi.

Verkefnið felst í því að yfirfara fyrri þarfagreiningu og húsrýmisáætlun og í framhaldinu af því að velta upp valkostum fyrir staðsetningu. Þessi valkostir verða metnir og staðsetning endanlega valin. Verkefnið byggir á samráðshópakerfi NLSH þar sem innri upplýsingar um reksturinn eru veittar frá LSH.

„Reiknað er með að niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir um miðjan október og í framhaldinu verður farið í undirbúning á hönnunarvinnu“, segir Ingólfur Þórisson sviðsstjóri þróunarsviðs NLSH.