• New national hospital

Forhönnun vegna nýrra bygginga lokið

22. desember 2012

Forhönnun fyrir uppbyggingu við Landspítalann er nú lokið og afhenti SPITAL – hópurinn gögn vegna hönnunarinnar formlega í húsnæði Nýs Landspítala á Barónsstíg í vikunni. Helgi Már Halldórsson, arkitekt og hönnunarstjóri SPITAL, afhenti Gunnari Svavarssyni, stjórnarformanni NLSH, gögnin fyrir hönd hópsins.

Fram kom í máli þeirra að samstarfið hefði verið afar gott og gengið vel. SPITAL átti vinningstillögu í samkeppni sem haldin var 2010 um deiliskipulag og nýjar byggingar við Landspítalann við Hringbraut.

Búið að ljúka 20-25% af hönnun 
Búið er að ljúka forhönnun meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, sjúkrahótels, háskólabygginga, bílastæðahúss og gatna, veita og lóðar. Göngum hefur verið skilað en þar er um að ræða, teikningar, grunnmyndir, sneiðingar og útlit sem eru um 20-25% af hönnun. Þar eru einnig kröfulýsingar, útboðslýsingar, forhönnunarskýrsla, kostnaðaráætlanir og útboðsgögn.