Fréttir


Forseti Íslands og forsetafrú heimsækja framkvæmdasvæði NLSH við Hringbraut

12. júlí 2024

Herra forseti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, og El­iza Reid for­setafrú heimsóttu framkvæmdasvæði Nýs Landspítala ohf. við Hringbraut nýlega. Mark­mið heimsóknarinnar var að kynna forsetahjónunum helstu framkvæmdir á vegum félagsins og að skoða framkvæmdasvæðið. Framkvæmdastjóri NLSH tók á móti gestunum ásamt stjórn félagsins og formanni stýrihóps um skipulag framkvæmda á Landspítala.

Kynnt voru verkefni félagsins á hinum ýmsum starfssvæðum og að kynningu lokinni gengu forsetahjónin um framkvæmdasvæðið undir leiðsögn stjórnenda framkvæmdasviðs NLSH. Mikil ánægja var með heimsóknina og fengu gestirnir að kynnast þeim viðamiklum framkvæmdaverkefnum sem NLSH hefur staðið að á undanförnum árum, auk þess sem horft var til framtíðar með frekari uppbyggingu við Hringbraut eða á öðrum stöðum.

Á mynd: Forsetahjónin ásamt stjórn og starfsmönnum NLSH.

Mynd-tillaga