Forval um hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss við nýjan Landspítala við Hringbraut (alútboð)

8. september 2020

Ríkiskaup auglýsti 5.september fyrir hönd NLSH eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu alútboði á fullnaðarhönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss (BT), sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.

Áætluð stærð byggingarinnar er um 19.500 fermetrar alls átta hæðir. Fjöldi bílastæða er áætlaður um 550.

Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum og er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup.

Að loknu forvali mun verkkaupi velja fimm fyrirtæki úr hópi hæfra umsækjenda til þátttöku í lokuðu útboði.

Þeir fyrirvarar eru gerðir í upphafi að útboð á verkinu muni þá aðeins fara fram að verkefninu verði tryggð fjármögnun á fjárlögum og alútboðið hljóti samþykki Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir.

Niðurstöður forvalsins skulu gilda í sex mánuði eftir að þær liggja fyrir.

Opnun tilboða verður 6.október næstkomandi.

Nánar á vef Ríkiskaupa