Forval vegna hönnunar og uppsetningu á útveggjum í meðferðarkjarna

23. apríl 2021

Nýr Landspítali ohf óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna hönnunar, framleiðslu, sölu og uppsetningar á útveggjum fyrir nýjan meðferðarkjarna sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu.

Stærð meðferðarkjarnans verður um 70.000 fermetrar að flatarmáli.

Um er að ræða útveggjakerfi fyrir meðferðarkjarna, alls um 29.000 fm, sem er aðallega einingakerfi útveggjaeininga, sem klæðir alla útveggi og ytri veggi í inngörðum og við stigaganga byggingarinnar, þ.m.t. glugga og glerjaðar veggeiningar.

Forvalið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og voru útboðsgögn afhent 21.apríl  og skilafrestur tilboða er til 19 maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.