Forval vegna nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk)
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk).
Verkefnið felur í sér hönnun nýbyggingar ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deilskipulagsbreytingu.
Gert er ráð fyrir að 9.200 m2 nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði. Gera má ráð fyrir að núverandi húsnæði verður breytt, til framtíðar, vegna tengingar við nýbyggingu og breytinga á aðkomu. Nýbyggingin mun taka yfir núverandi bílastæði á lóðinni og þarf að færa þau bílastæði til ásamt því að fjölga bílastæðum m.v. aukið byggingarmagn á lóðinni.
Sem hluti af hönnun á legudeildarbyggingu þarf að huga að ytri aðkomu, heildarskipulagi og að nýting bygginga falli að mögulegri framtíðarstækkun. Þetta tekur til sjúklinga, bráðaaðkomu, starfsfólks, gesta og aðfanga.
Hönnun hússins hefst eftir áramót og að jarðvinna hefjist vorið 2025.