Fréttir


Forystufólk SÍBS og Reykjalundar í heimsókn

26. júní 2024

Nýlega kynntu stjórnendur og stjórnarmenn frá SÍBS og Reykjalundi sér starfsemi Nýs Landspítala ohf.

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri félagsins og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynntu starfsemi og sýndu gestunum framkvæmdir við Hringbraut.

Um Reykjalund:

Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Um þjónustuna gildir þjónustusamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalundar.

Á myndinni eru hinir góðu gestir.