Framkvæmdafréttir gefnar 100 sinnum út
Allt frá árinu 2018 hefur NLSH gefið út fréttabréf sem hefur heitið Framkvæmdafréttir. Í því er samantekt á því sem er efst á baugi eða markvert um starfsemina og framkvæmdirnar og komið víða við, og verður því heimild um gang mála í framtíðinni. Núna í haust urðu þau tímamót að eitt hundraðasta tölublað Framkvæmdafrétta kom út en á vef NLSH er að finna öll tölublöðin og eru aðgengileg með PDF-sniði. Ný tölublöð eru einnig send til þeirra sem þess óska með tölvupósti en hægt er að senda félaginu línu ef óskað er eftir að vera á þeim lista.