Framkvæmdastjórn Landspítala heimsækir verkstað
Þann 29.október heimsótti framkvæmdastjórn Landspítala framkvæmdasvæði NLSH við Hringbraut.
Stjórn NLSH tók á móti gestum og frá NLSH kynnti Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, stöðu byggingaverkefna félagsins og Ingólfur Þórisson, sviðsstjóri tækni og þróunar, kynnti þróunarverkefni og áætlanir tækja og búnaðar nýrra bygginga sem og helstu verkefni á sviði upplýsingatækni.
Að lokum var farið um framkvæmdasvæðið.
Heimsóknin var mjög vel heppnuð og þakkaði framkvæmdastjórn Landspítala fyrir góðar móttökur og upplýsandi kynningar.
Á mynd: Framkvæmdastjórn Landspítala í skoðunarferð