Framkvæmdir á vinnubúðareit og lokafrágangur á skrifstofuaðstöðu fyrir starfsmenn NLSH

20. apríl 2021

Á vinnubúðareit á framkvæmdasvæðinu er búið að setja upp allar gámaeiningar og verið að leggja lokahönd á frágang innan sem utanhúss.

„Búið er að setja upp og virkja allar öryggismyndavélar sem eykur öryggi allra á svæðinu. Einnig er unnið að yfirborðsfrágangi og við að setja upp stoðveggi.

Þessi vinna hefur gengið að óskum, unnið er við lokafrágang á nýrri skrifstofuaðstöðu starfsmanna NLSH þar sem starfsmenn munu vera í meiri nálægð við þessa stóru og viðamiklu framkvæmd sem er auðvitað jákvætt, segir Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri rekstrar hjá NLSH.