• New national hospital

Framkvæmdir hefjast við sjúkrahótel LSH

20. janúar 2015

Framkvæmdir við nýtt sjúkrahótel Landspítalans munu hefjast  í apríl.
Um 945 milljónir króna eru veittar á fjárlögum til nýrra bygginga spítalans, þar á meðal sjúkrahótels. Sjúkrahótelið verður fjögurra hæða og 77 herbergja.

Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra að mikil hagræðing verði með sjúkrahótelinu sem muni spara spítalanum fjármuni.

„Þetta er flókið og stórt verk og hagræðingin sem reiknuð er inn af sjúkrahótelinu er verulegur hluti þeirra 2,3 milljarða króna sem ætlaður er að spara við að sameina sjúkrahúsið, starfsemi þess, undir einum hatti,“ segir Kristján.

Áhugavert viðtal við heilbrigðisráðherra og Stefán Veturliðason framkvæmdastjóra Nýs Landspítala.

Fréttina má sjá hér.