Fréttir


Framkvæmdir við uppsteypu hefjast fljótlega við Hús Heilbrigðisvísindasvið HÍ

9. september 2024

Þessa daga stendur yfir undirbúningur vegna framkvæmda við húsnæði Heilbrigðisvísinda- svið Háskóla Íslands sem er stækkun á Læknagarði. ÞG verk sér um framkvæmdina og hefur verið að koma upp vinnubúðum ásamt stigum til að tryggja gott og öruggt aðgengi niður í grunn. Í fyrstu var farið í þá vinnu að setja út húsið, fleyga og hreinsa klöpp, brjóta niður tengigang sem kom undan norðurenda Læknagarðs ásamt því að hefja vinnu við að steypa þrifalög. Verið er að setja upp byggingakrana sem mun standa á undirstöðuvagni sem verður reistur á vel þjappaðan púða. 

„Í septembermánuði verður áframhaldandi vinna við að hreinsa klöpp, steypa þrifalög ásamt því að bora niður og koma fyrir bergfestum og unnið við undirstöður. Einnig mun verktaki koma fyrir vörnum gagnvart hrunhættu úr bökkum grunns,“ segir Jóhann Gunnar Ragnarsson, verkefnastjóri hjá NLSH.