Framkvæmdum lokið við glæsilegan matsal og fataaðstöðu á vinnubúðareit

10. mars 2021

Framkvæmdum við nýjan og glæsilegan matsal og fataaðstöðu á vinnubúðareit er lokið og starfsemi í húsinu er hafin.

Um er að ræða matar og kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn verktaka sem vinna við uppsteypuverkefni við nýjan Landspítala.

Vinna við þetta verkefni hefur gengið samkvæmt áætlun og er starfsemi hafin, segir Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri rekstrar hjá NLSH.