Framtíðin bíður ekki

27. október 2015

Fréttablaðið birtir í dag aðsenda grein eftir lækna, stjórnendur og prófessora við læknadeild HÍ.


Greinin ber yfirskriftina „Framtíðin bíður ekki“ og fjallar m.a. um þau rök sem búa að baki þeirri ákvörðun að byggja þjóðarsjúkrahúsið við Hringbraut.


Þar segir meðal annars:


„Staðsetningin við Hringbraut hefur verið skoðuð af fjölda sérfræðinga og nefndir sem hafa lagst yfir málið hafa í öllum tilvikum komist að sömu niðurstöðu; að Hringbraut sé besti valkosturinn. Í flókinni ákvörðun er hin fullkomna lausn ekki til. Staðsetning við Hringbraut er hins vegar mjög góður kostur og mun betri og ódýrari en aðrir kostir sem hafa verið rækilega athugaðir“.


„Helstu rökin fyrir staðsetningu við Hringbraut eru eftirfarandi: Uppbygging á öðrum stað tefur uppbyggingu Landspítala. Áætlað er að nýtt staðarval, skipulagsferli, hönnun og útboðsferli seinki uppbyggingu að lágmarki um 5-10 ár. Til þess höfum við ekki tíma því núverandi húsnæði er þegar úr sér gengið og er of lítið. Starfsemin er rekin í 100 húsum á 17 stöðum. Enn eru við lýði fjögurra manna stofur og aðeins 7% herbergja hafa einkasalerni. Deildir eru yfirfullar og sjúklingum er fundinn staður á göngum. Á sama tíma fjölgar þjóðinni hratt og hlutfall eldri borgara eykst. Lélegur aðbúnaður er óásættanlegur fyrir sjúklinga, skerðir gæði þjónustunnar og ógnar öryggi. Þetta er ólíðandi staða sem bregðast verður við strax“, segir í greininni.


Höfundar greinarinnar eru:
Tómas Guðbjartsson, Magnús Karl Magnússon, Engilbert Sigurðsson, Alma D. Möller, Unnur A. Valdimarsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson prófessorar við læknadeild HÍ og/ eða yfirlæknar/stjórnendur við Landspítala.

Greinin birtist einnig á visi.is hér