Fréttir af uppsteypu meðferðarkjarnans

3. nóvember 2021

Uppsteypuverkefnið á nýjum meðferðarkjarna miðar ágætlega áfram, en aðalverktaki uppsteypu verksins er Eykt hf.

Verkið gengur ágætlega og þeir helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi vinna við mótauppslátt, járnabendingu undirstaðna og jarðskaut sem er vel á veg kominn.

Vinna við fyllingar og lagnir í grunni er í fullum gangi og einnig vinna við botnplötur. Einnig er vinna við kjallaraveggi í fullum gangi og vinna við fyrstu súlur hófst í byrjun september. Nú í nóvember verður farið í fyrstu loftaplötur yfir kjallara og áætlað að sú vinna hefjist fljótlega”,segir Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.