Fulltrúar frá félagasamtökunum Spítalinn okkar heimsóttu framkvæmdasvæði Nýs Landspítala

6. maí 2022

Félagar í stjórn í félagasamtökunum Spítalinn okkar heimsóttu nýlega framkvæmdasvæðið við Hringbraut.

Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, Gunnar Svavarsson, kynnti stöðu byggingaverkefnisins og að þvi loknu var farið í skoðunarferð um framkvæmdasvæðið undir leiðsögn Hildar Hrólfsdóttur, umhverfis – og öryggisstjóra Nýs Landspítala.