Fréttir


Fyrrum kennarar Iðnskólans í Reykjavík áhugasamir

21. október 2024

Í liðinni viku komu fyrrum kennarar Iðnskólans í Reykjavík í vísindaferð, bóklega og verklega á verkstað við Hringbraut. Iðnskólinn í Reykjavík fagnar nú í október 120 ára afmæli sínu með hátíðardagskrá, þar sem farið er yfir sögu skólans auk ýmissa annarra upplýsinga úr góðu starfi skólans á umliðnum áratugum.

Hópurinn sem kom starfaði bæði við skólann á þessari öld sem og þeirri síðustu. Hópurinn hittist mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og hefur Þorleifur Magnús Magnússon verið ötull í forystu við að skipuleggja viðburði sem alla jafna eru í gömlu kaffistofunni á Skólavörðuholtinu, núverandi húsnæði Tækniskólans.

Hópurinn lét vel af heimsókninni, spurði mikið eins og kennurum sæmir, og fjallað var ekki einungis um núverandi skipulag og framkvæmdir heldur einnig um eldri byggð á svæðinu.

Mynd-innri-21.okt