Gangur framkvæmdanna á YouTube rás NLSH

9. nóvember 2022

Frá upphafi jarðvinnunnar við meðferðarkjarnann og fram á þennan dag hafa myndskeið verið tekin yfir byggingasvæðinu með dróna og sett á YouTube rás. Þannig má fylgjast með framvindunni en iðulega er flogið vikulega þó sæta þurfi stundum lagi yfir vetrarmánuðina vegna veðurs og myrkurs. Upplausnin er í 4K/HDR og myndin nýtur sín því mjög vel á stórum sjónvarpstækjum. NLSH er með rás þar sem öll myndskeiðin eru vistuð og hvert þeirra auðkennt með dagsetningu. Fyrir skömmu fór YouTube að gefa kost á fráteknu netfangi til að fara rakleitt á rásir og NLSH er með rásanetfangið youtube.com/@nlsh og áhugsamir geta smellt á Subscribe-hnappinn þar til að fá tilkynningu um nýtt efni.