Góð framvinda í uppsetningu útveggjaeininga á meðferðarkjarna
Uppsetning útveggja eininga á meðferðarkjarna hefur gengið vel síðustu vikur.
„Í viku hverri bætast við um 120 einingar á húsið, sem samsvarar um 6-700 fermetrum af útvegg. Áætlað er að þorri eininganna verði uppsettur fyrir næstu áramót, “ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.