Góður gangur við grunn rannsóknahússins

10. janúar 2022

Vinna við jarðvinnu við rannsóknahús gengur vel en eins og sjá má á myndinni er taka húsgrunnsins komin vel á veg og fer að hylla undir næsta áfanga við byggingu hússins.

„Jarðvinna er enn í fullum gangi og hefur sú vinna gengið vel. Verktakinn hefur að stórum hluta lokið við uppgröft á lausu jarðefni. Undirbúningsvinna hjá NLSH og Háfell, sem er verktakinn, vegna sprenginga hefur staðið yfir í nokkurn tíma en sprengivinna er að hefjast í dag, 10. janúar“, segir Bergþóra Smáradóttir, verkefnastjóri hjá NLSH.

Myndin sýnir stöðuna þann 9. janúar 2022 en hagstæð tíð hefur verið til framkvæmdanna.