Grænar fjárfestingar í opinberum framkvæmdum

11. júlí 2022

Nýlega birti fjármála- og efnahagsráðherra svar á Alþingi við fyrirspurn, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur alþingismanni, um grænar fjárfestingar ríkisins. Þar kom m.a. fram að ef notuð er „þröng afmörkun á grænum fjárfestingum“ gefa tölur samkvæmt fjárlögum og þjóðhagsreikningum til kynna að þær hafi verið um 2,9 milljarðar króna árið 2021, eða nálægt 2 prósent af heildarfjárfestingu ríkisins.

Bent er svo á að umtalsverðum fjármunum sé hins vegar varið árlega til ýmissa verkefna sem teljist ekki beinlínis til fjárfestinga í fjárlögum, einnig til fjárfestinga sem flokkast þó ekki sem slíkar til grænna verkefna, heldur eru það með óbeinni hætti, „en er samt full ástæða til að taka með í reikninginn í þessu samhengi“. Að slíkum verkefnum meðtöldum, en útgjöld vegna þeirra námu um 21,6 milljarði króna og gefur sú samantekt til kynna, segir fjármálaráðherra, „að fjárfesting af þessu tagi“ hafi verið alls um 24,4 milljarðar króna eða 20 prósent af heildarfjárfestingu.

Þar er bent á að inn í þá samantekt stjórnvalda er tekin tæplega 12 milljarða fjárfesting í nýjum Landspítala.