Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, opnaði forval vegna hönnunar á nýbyggingu við Grensásdeild Landspítala

14. september 2021

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti í dag opnun forvals vegna hönnunar á nýbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Um þrír tugir aðila sem mynduðu átta hópa sendu inn þátttökutilkynningar:

Þátttökutilkynningar bárust frá eftirtöldum aðilum:

  • Ferill verkfræðistofa
    VA arkitektar
    Örugg verkfræðistofa
    Myrra hönnunarstofa
    Betula Landslagsarkitektar
  • Lota
    Teknik verkfræðistofa
    Teiknistofan Tröð
    Kanon arkitektar
    Hljóðvist
  • Mannvit
    Arkís
  • Arkþing Nordic
    Nordic
    EFLA verkfræðistofa
  • THG arkitektar
    VSÓ ráðgjöf
    Trivium ráðgjöf
    Lota
  • Úti og inni arkitektar
    SNA arkitektar
    Landmótun
    Víðsjá verkfræðistofa
    TKM verkfræði- og hönnunarhús
    Örugg verkfræðistofa
    Strendingur verkfræðistofa
    Myrra hönnunarstofa
  • Verkís
    TLB arkitektar
  • VSB verkfræðistofa
    Yrki arkitektar

Ný viðbygging endurhæfingarhúsnæðis Grensásdeildar Landspítala verður um 3.800 fermetrar að stærð og mun rísa að vestanverðu við núverandi aðalbyggingu.