Fréttir


Heimsókn frá Finnlandi

27. september 2024

Nýlega kom í heimsókn hópur frá Finnlandi til að kynna sér framkvæmdir NLSH. Það var Háskóli Íslands sem hafði milligöngu um heimsóknina. Hópurinn samanstendur af fulltrúum leiðandi aðila í fasteigna- og byggingageiranum í Finnlandi, Kiinko (https://www.kiinko.fi/en). Á hverju ári er nýr hópur um 30 millistjórnenda og æðstu stjórnendum sem starfa á þessum vettvangi í Finnlandi, allt frá opinberum aðilum til einkaaðila. Dagskráin hófst á kynningu Helga Ingasonar, teymisstjóra áhættu og samræmingar, hjá NLSH á starfseminni. Síðan var gengið um framkvæmdasvæðið þar sem verkefnastjórarnir Jóhann Gunnar Ragnarsson og Jóhann Gunnar Gunnarsson fræddu gesti um það helsta sem fyrir augu bar á framkvæmdasvæðinu. Veðrið var upp á sitt besta og almenn ánægja gesta með skoðunarferðina.

„Við heimsóttum lóð framkvæmdasvæðis Nýs Landspítala með hópi fulltrúa í bygginga – og fasteignageiranum í Finnlandi. Okkur fannst stóra verkefnið mjög áhugavert á meðan allar framkvæmdir eru unnar á meðan full starfsemi er í gangi á Landspítala. Við vorum hrifin af þessu frábæra og vel stýrðu verkefni. Við þökkum fyrir góðar móttökur og heimsóknin uppfyllti allar okkar óskir,” segir Jenni Wiiala, fræðslustjóri hjá „Real Estate Education Foundation” í Helsinki.

Finnar-27.9-fyrri-hopur-innri