Fréttir


Heimsókn frá Landspítala

29. nóvember 2024

Þann 28.nóvember kom hópur frá Landspítala í heimsókn. Um er að ræða stjórnendur á skurðlækningasviði Landspítala.

Um kynninguna sá að þessu sinni fulltrúi Landspítala, Kolbrún Gísladóttir verkefnastjóri og að henni lokinni var gengið um framkvæmdasvæðið í fylgd Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings NLSH og Jens Hjaltalín Sverrissonar verkefnastjóra.

„Það var mér sönn ánægja að heimsækja NLSH og fá að kynna verkefnið fyrir starfsmönnum okkar. Almenn ánægja ríkti meðal gesta og að fá að skoða meðferðarkjarnann, framtíðarvinnustað margra sem kynninguna sóttu,” segir Kolbrún Gísladóttir hjá Landspítala.