Heimsókn frá lyflækninga, bráða og endurhæfingarþjónustu Landspítala
Þann 23.janúar var komið að vikulegri heimsókn starfsmanna Landspítala og að þessu sinni voru það starfsmenn ferlideilda, bráða- lyflækninga - og endurhæfingarþjónustu spítalans.
Kolbrún Gísladóttir, starfsmaður Landspítala, sá um að kynna meðferðarkjarnann og að kynningu lokinni var gengið um framkvæmdasvæðið í fylgd verkefnastjóranna Aðalsteins Pálssonar og Jóhanns Gunnars Gunnarssonar frá NLSH.
Góður rómur var gerður að kynningunni og líflegar umræður.