Heimsókn frá myndgreiningaþjónustu Landspítala
Þann 20.nóvember komu góðir gestir í heimsókn frá Landspítala. Að þessu sinni voru það starfsmenn myndgreiningaþjónustu spítalans.
Heimsóknin hófst með kynningu Bjargar Guðjónsdóttur sem fór yfir áætlun um lækningatæki og tæknikerfi í nýjan spítala.
Í lokin var það Jens Hjaltalín Sverrisson, verkefnastjóri hjá NLSH, sem sýndi gestum framkvæmdasvæðið og var m.a. gengið um meðferðarkjarnann.
Heimsóknin vel heppnuð og margar fyrirspurnir enda munu starfsmenn myndgreiningarþjónustunnar starfa í nýjum húsakynnum Landspítala.
„Ég vil koma á framfæri þakklæti okkar á myndgreiningarþjónustu eftir heimsóknina til NLSH. Þetta var fræðandi, áhugavert og gaman og sérlega skemmtilegt að sjá hvað er í gangi hinum megin við grænu girðinguna,“ segir Maríanna Garðarsdóttir forstöðumaður myndgreiningarþjónustu Landspítala.
Breyting verður á formi heimsókna starfsmanna Landspítala frá og með næstu mánaðamótum með aukinni þátttöku spítalans í kynningum en NLSH mun sem áður bera ábyrgð á skoðunarferðum.