Heimsókn verkefnahóps um rannsóknir á norðurslóðum
Nýlega komu í heimsókn fulltrúar í rannsóknarverkefni um byggingar á norðurslóðum og tekur Háskólinn í Reykjavík þátt í verkefninu. Ásdís Ingþórsdóttir, verkefnastjóri hjá NLSH, kynnti starfsemi NLSH og að kynningu lokinni var skoðunarferð þar sem Árni Kristjánsson, staðarverkfræðingur NLSH, leiddi hópinn og lýsti þvi sem fyrir augu bar.
„Markmið verkefnisins er að skoða hönnun mannvirkja með tilliti til umhverfisaðstaða, þar á meðal áhrif vegna vinds, slagregns og snjóþunga. Sérstaklega er verið að skoða hvernig taka verður tillit til loftlagsbreytinga við hönnun á nýjum byggingum á norðurslóðum en þetta verkefni hófst í janúar á þessu ári og mun standa yfir í þrjú ár. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætluninni (Northern Periphery and Arctic Programme). Vinnuhópurinn samanstendur af sérfræðingum í byggingum frá eftirfarandi háskólum: Háskólinn í Reykjavík, UIT The Artic University í Noregi, University of Oulu Finnlandi og Umea University í Svíþjóð.Heimsókninn var afar gagnleg og fræðandi,” segir Eyþór Rafn Þórhallsson dósent við Háskólann í Reykjavík.