Hvikum hvergi - við styðjum tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut

23. október 2015

Undirskriftarlistar hóps fólks eru birtir á síðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins í dag.

Stór hópur um 400 manns lýsa þar stuðningi sínum við því að uppbygging nýs Landspítala verði við Hringbraut.

Meðal þeirra sem rita undir stuðningsyfirlýsinguna eru fjölmargir starfsmenn Landspítala, aðilar úr háskóla – og fræðasamfélaginu.

Meðal þeirra sem skrifa undir áskorunina eru um 360 læknar, hjúkrunarfræðingar, prófessorar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður, geislafræðingar, móttökuritarar, stjórnmálamenn, verkfræðingar og forstöðumenn ríkisstofnana. Á listanum má nefna Birgi Jakobsson landlækni, Bryndísi Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara, Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Geir H. Haarde sendiherra og fyrrum forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóra, Páll Matthíasson forstjóra Landspítala og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands auk níu fyrrverandi heilbrigðisráðherra úr fjórum stjórnmálaflokkum.

 

Frétt mbl.is um yfirlýsinguna má finna hér og frétt ruv.is hér