Jarðvegsframkvæmdir sunnan við Eirberg

27. mars 2020

Í vikunni hafa jarðvegsframkvæmdir á svæðinu sunnan við Eirberg og geðdeildarhús staðið yfir.

Búið er að stækka framkvæmdasvæðið í átt að inngangi geðdeildar og því þrengist tímabundið aðkoman að geðdeildinni.

Mikilvægt er að bifreiðum sé ekki lagt við girðinguna sem nær að inngangi geðdeildar.

Eftir er að tengja og ganga frá fráveitulögnum og vatnslögn.

Svæðið verður hellulagt og sett snjóbræðsla í gangstéttir.