Jarðvinna vegna sjúkrahótels langt komin

8. apríl 2016

Framkvæmdir vegna jarðvinnu vegna byggingar nýs sjúkrahótels hafa gengið vel.


Erlendur Árni Hjálmarsson, verkefnastjóri hjá NLSH ohf., segir að í byrjun hafi bergið verið losað með fleygun en fyrir 6 vikum síðan hófust sprengingar“. Borað hefur verið í berglög sem hafa verið losuð með sprengingum eða þá fleygun.

Hafi sprengirnar verið í fullu samráði við alla hlutaðeigandi aðila svo sem Landspítalann.


Síðasti dagur sem sprengt var 6. apríl og við það er nær allri jarðvinnu lokið. Einhver vinna við fleygun er enn eftir m.a. vegna fráveitulagna.


Framkvæmdir við bygginguna sjálfa og tengiganga yfir til Kvennadeildar og K-byggingar eru hafnar en stefnt er að því að húsinu verði skilað fullbúnu vorið 2017.


„Við munum þó hafa nýju götuna inn að Barónsstíg tilbúna strax í upphafi næsta sumars en það mun skipta miklu máli fyrir allt aðgengi að svæði spítalans við Hringbraut“ segir Erlendur.